Loka aftur fyrir heita vatnið

HS Veitur hafa sent frá sér tilkynningu um lokun fyrir heitt vatn í Ytri-Njarðvík, Keflavík og Suðurnesjabæ miðvikudaginn 29. október næstkomandi. Lokað verður fyrir heitt vatn frá klukkan 22.

Vegna áframhaldandi viðgerðar á stofnlögn hitaveitu þarf að loka aftur fyrir heita vatnið á svæðinu. Áætlað er að viðgerðin taki um 4 klst., en allt að 8 klst. gætu liðið þar til þrýstingur í kerfinu er orðinn eðlilegur og allir notendur hafa heitt vatn á ný, segir í tilkynningu.

Það er kalt úti svo gott er að passa upp á varmann í húsunum – til dæmis með því að loka gluggum og hurðum áður en lokunin hefst.

Líkt og áður mun starfsfólk HS Veitna vinna að því að ljúka viðgerðinni eins fljótt og örugglega og hægt er.

Við munum senda skilaboð á skráða notendur þriðjudaginn 28. október vegna þessa. Ef þú ert viðskiptavinur og færð ekki tilkynningar frá fyrirtækinu eru leiðbeiningar hér: hsveitur.is/tilkynningar/