Lögregla vill ná tali af ungri stúlku sem varð fyrir bíl

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að ná tali af ungri stúlku, sem ekið var á á Grænásbraut í dag. Ökumaður reyndi að ná tali af stúlkunni sem sagðist vera ómeidd og hljóp af vettvangi.
Þetta kemur fram í stöðufærslu lögreglu á Facebook, sem sjá má heild hér fyrir neðan:
Klukkan 15:45 í dag var ekið á unga stúlku í bleikum snjógalla á Grænásbraut vð Skógarbraut á Ásbrú. Er ökumaður ætlaði að ná tali af stúlkunni hljóp hún í burtu en sagðist vera í lagi. Okkur langar mikið til að heyra í stúlkunni eða foreldrum hennar til að kanna hvort að hún sé ekki örugglega ómeidd. Endilega hafið samband við okkur ef þið sjáið þetta.




















