Nýjast á Local Suðurnes

Kjartan Már sæmdur æðstu borgarlegu Póllands

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri hefur verið sæmdur æðstu borgarlegu orðu sem forseti Póllands veitir öðrum en pólskum hermönnum. Auk Kjartans Más hafa fleiri, bæði Íslendingar og Pólverjar á Íslandi, notið þessa mikla heiðurs og fór athöfnin fram í sendiráði Póllands á Íslandi þann 6. maí síðastliðinn.

Tilefnið orðuveitingarinnar var góð þjónusta Reykjanesbæjar við Pólverja í sveitarfélaginu og með því styrking sambands þjóðanna, en pólverjum í Reykjanesbæ hefur fjölgað hratt síðustu ár og eru nú rúmlega 4100 talsins, eða um 17% bæjarbúa, og sinna mörgum mikilvægum störfum í ört stækkandi sveitarfélagi. Ásamt Kjartani Má mætti Hilma H. Sigurðardóttir, fyrrum verkefnastjóri fjölmenningarmála hjá Reykjanesbæ, í athöfnina en hún hefur haldið vel utan um þann málaflokk síðastliðin ár.

Mynd: Frá orðuveitingunni / Reykjanesbær