Nýjast á Local Suðurnes

Hreinn úrslitaleikur og BM Vallá býður aftur á völlinn

Sameinað lið Njarðvíkur og Grindavíkur í kvennaknattspyrnunni mætir HK í lokaumferð Lengjudeildarinnar á fimmtudaginn, en um er að ræða hreinan úrslitaleik um hvort liðið fari upp um deild.

BM Vallá býður öllum frítt á völlinn, en leikurinn fer fram á JBÓ vellinum í Njarðvík og hefst klukkan 17:30.