Nýjast á Local Suðurnes

Hafa gert ráðstafanir á Keflavíkurflugvelli

Isa­via hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu vegna atviks sem kom upp á Keflavíkurflugvelli, þegar maður stal bifreið í eigu fyrirtækisins og ók inná flughlað og flugbraut.

Í tilkynningunni seg­ir að mann­in­um hafi tek­ist að kom­ast yfir læst ör­ygg­is­hlið hjá aust­ur­hlaði flug­vall­ar­ins þar sem hann stal bíln­um og að fyrirtækið líti þetta mál mjög al­var­leg­um aug­um og verður það rann­sakað og rýnt af full­um þunga.

Auk lög­reglu, var málið strax til­kynnt til Sam­göngu­stofu og á flug­vell­in­um hafa þegar verið gerðar ráðstaf­an­ir til þess að svona at­vik geti ekki end­ur­tekið sig, seg­ir í til­kynn­ing­unni.