Hafa gert ráðstafanir á Keflavíkurflugvelli

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna atviks sem kom upp á Keflavíkurflugvelli, þegar maður stal bifreið í eigu fyrirtækisins og ók inná flughlað og flugbraut.
Í tilkynningunni segir að manninum hafi tekist að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins þar sem hann stal bílnum og að fyrirtækið líti þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga.
Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til Samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig, segir í tilkynningunni.