Nýjast á Local Suðurnes

Hafa áhyggjur af seinkun framkvæmda við Stapaskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum á seinkun framkvæmda við Stapaskóla, en kennsla er hafin í skólabyggingunni sem enn er ekki fullkláruð.

Málið var rætt á fundi bæjarráðs að viðstöddum framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs og fræðslustjóra. Ekki er langt um liðið síðan fulltrúar í minnihluta bæjarstjórnar lýstu yfir áhyggjum af kostnaði við byggingu skólans, sem er einn sá glæsilegasti á landinu.