Hægur vindur veldur þrálátri gosmóðu

Gasdreifingarspá Veðurstofunnar sýnir að SO₂ mengun gæti orðið talsverð á Suður- og Vesturlandi frá 20. til 21. júlí. Bleiku svæðin á kortinu sýna hvar hætta er á mestum styrk við yfirborð.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu, en þar segir að gosmóðu hefur orðið víða vart síðustu daga og hægur, breytilegur vindur gæti valdið þrálátri gosmóðu yfir suðvesturhluta landsins næstu daga.

Veðurstofa vill minna fólk á eftirfarandi:
▪️Fylgist vel með gasdreifingarspánni og eigin líðan.
▪️Viðkvæmir hópar (börn, aldraðir, fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma) ættu að forðast langa dvöl utandyra ef óþægindi koma fram.
▪️Haldið gluggum og hurðum lokuðum til að draga úr mengun innandyra og loftið út þegar loftgæði hafa batnað.
Frekari upplýsingar, slóðir og ráðleggingar má finna í nýjustu frétt á vef Veðurstofunnar:
https://www.vedur.is/um-vi/frettir/kvikuhlaup-er-hafid-a-sundhnuksgigarodinni