Nýjast á Local Suðurnes

Glens og gaman á opinni æfingu hjá Njarðvík

Í kvöld verður opin æfing hjá meistaraflokki Njarðvíkur í karlakörfunni, en um hefðbundna æfingu er að ræða þar sem fólk getur séð hvernig Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, skipuleggur æfingu.

Eftir æfingu þá byrjar glens og fjör þar sem allskyns skotleikir verða og geta stuðningsmenn skorað á leikmenn í keppni og aðdáendur geta fengið myndir með sínum fyrirmyndum.

Þetta er liður í körfubolta maraþoni sem strákarnir eru að gera þar sem þeir eru að fara til Króatíu í æfingaferð í september.

Fjörið hefst á slaginu 18:30 og stendur til klukkan 20.