Fyrsta MMA bardagakvöld hér á landi haldið á Ásbrú

Uppselt er á Gla­cier Fig­ht Night, MMA bar­daga­kvöld, sem haldið verður í Andrews Theatre á Ásbrú á laugardag. Þetta er í fyrsta sinn sem MMA bardagakvöld er haldið hér á landi.

Tíu keppendur, bæði frá RVK MMA og Mjölni munu etja kappi við bar­daga­kappa frá Noregi og Bret­lands­eyjum þar sem keppt verður undir Skandinavísku reglu­verki.

Í viðtali við skipuleggjendur á Vísi, sem finna má hér, kemur fram að bar­dagarnir saman­standa af nokkrum þriggja mínútna lotum, engin oln­boga­högg eða hné­spörk í höfuð eru leyfð og þá verða kepp­endur með þunnar legg­hlífar sem að hylja sköflunginn.