Fyrri leikur Keflavíkur og Njarðvíkur í dag

Fyrri leikur Keflavíkur og Njarðvíkur í umspili Lengjudeildarinnar fer fram í dag á heimavelli Keflavíkur og hefst klukkan 16:45.
Seinni leikurinn verður svo á sunnudag á JBÓ vellunum í Njarðvík. Sigurliðið í einvíginu kemst í úrslitaleikinn á Laugardalsvelli, þar sem barist verður um sæti í Bestu deildinni.