Fundu fíkniefni á víð og dreif um húsnæði fíkniefnasala
Myndin tengist ekki umræddu máliLögreglan á Suðurnesjum haldlagði nokkurt magn af fíkniefnum í húsleit sem gerð var í húsnæðinu í umdæminu í vikunni, að fenginni heimild.
Um var að ræða tugi gramma af meintu amfetamíni og kannabisefni. Fíkniefnin var að finna víðsvegar í húsnæðinu. Húsráðandi var handtekinn vegna málsins. Grunur leikur á að fíkniefnasala hafi átt sér stað á staðnum.




















