Felldu tillögu að stofnun nýs félags

Auka aðalfundir voru haldnir hjá knattspyrnudeildum Reynis og Víðis í Suðurnesjabæ í gær þar sem á dagskrá var tillaga að stofnun nýs íþróttafélags í Suðurnesjabæ á grunni Reynis og Víðis. Tillagan byggði á viljayfirlýsingu sem íþróttafélögin tvö gerðu með Suðurnesjabæ í október 2024.
Tillagan var því felld á báðum fundum, með töluverðum meirihluta, samkvæmt tilkynningum félaganna beggja á samfélagsmiðlum.
Mynd: Frá fundi í samkomuhúsinu í Sandgerði / Knattspyrnufélagið Reynir