Nýjast á Local Suðurnes

Farþegum boðin áfallahjálp eftir að flugdólgur lét illum látum um borð í vél WOW-air

Lögreglan á Suðurnesjum handtók á þriðjudag farþega sem hafði látið illum látum um borð í vél WOW air frá Kaupmannahöfn. Maðurinn var drukkinn og hafði veist að öðrum farþega í vélinni. Farþegum hefur verið boðin áfallahjálp vegna málsins.

Maðurinn, sem er Íslenskur ríkisborgari áreitti meðal annars erlendum karlmanni sem sat í sætaröðinni fyrir framan, áður en hann stóð upp og veittist að manninum. Hinn farþegann sakaði ekki alvarlega. Tveir lögreglumenn frá Lögreglunni á Suðurnesjum voru fengnir til þess að fara um borð í vélina og handtaka manninn. Hann fékk að sofa úr sér og hefur verið yfirheyrður.

Nánar er fjallað um málið á Vísi.is