Nýjast á Local Suðurnes

Erill hjá Brunavörnum

Ljósanæturhelgin gekl stórslysalaust fyrir sig frá sjónarhorni Brunavarna Suðurnesja þrátt töluverðan eril.

Sex starfsmenn voru með viðveru á hátíðarsvæðinu ásamt þremur starfsmönnum úr varaliðinu sem voru með viðveru á slökkvibíl á meðan á flugeldasýningunni stóð. Þess fyrir utan voru sex starfsmenn á vakt, staðsettir á slökkvistöðinni, segir í stöðufærslu Brunavarna á Facebook.

Þá er tekið fram að í síðastliðnum mánuði voru í heildina 321 sjúkraflutningar og 34 slökkviútköll.