Embætti lögreglustjóra auglýst laust til umsóknar

Embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur verið auglýst laust til umsóknar. Skipað er í embættið til fimm ára í senn.

Þetta kemur framá heimasíðu Sjórnarráðsins en þar segir að leitað sé að öflugum og framsýnum leiðtoga sem er umbótadrifinn og hefur kraft til þess að móta og efla innri og ytri starfsemi embættisins.

Meðal hæfnikrafna sem settar eru fram í auglýsingunni er rík samskipta- og samstarfshæfni og faglegt viðmót, fagmennska, frumkvæði, drifkraftur, jákvæðni og mjög gott vald á íslensku og ensku.

Þá er álitinn kostur ef umsækjandi býr yfir þekkingu á verkefnum lögreglunnar og málefnum landamæra og útlendinga og reynslu af alþjóðasamstarfi og rekstri.