Búist við þungri umferð í Reykjanesbæ á laugardag

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Búist er við þungri umferð í Reykjanesbæ á morgun, laugardaginn 11.október, en þá er stefnt á að sinna viðhaldsframkvæmdum á Reykjanesbraut ofan Reykjanesbæjar. Um er að ræða kaflann frá Rósaselstorgi að hringtorgi við Fitjar.

Umferð verður beint um hjáleið niður Garðskagaveg og Heiðarberg inn á Hringbraut. Þaðan geta vegfarendur komist á ný inn á Reykjanesbraut um Njarðarbraut og hefur lögregla biðlað til ökumanna um að gefa sér lengri tíma og sýna þolinmæði á meðan á framkvæmdum stendur.

Áætlað er að framkvæmdir standi yfir frá kl. 09:00 – 17:00.