Bjóða börnum og unglingum upp á ókeypis æfingar í pílukasti í vetur

Pílufélag Reykjanesbæjar mun í vetur bjóða upp á æfingar í íþróttinni fyrir börn og unglinga, foreldrum og forráðamönnum að kostnaðarlausu.
Æfingar hefjast þann 25. ágúst næstkomandi undir handleiðslu reyndra píluspilara, þar á meðal landslisfólks í íþróttinni. Pilufelagið mun einnig bjóða upp á lánspílur fyrir þá sem þess þurfa.
Æft verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum og eru krakkar á aldrinum 9-13 ára að frá klukkan 16:30-17:30 og krakkarnir á aldrinum 14-16 ára á milli klukkan 17 og 18.
Nánari upplýsingar má finna á vef félagsins, pilapr.is