Nýjast á Local Suðurnes

59 útskrifuðust frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja

Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram föstudaginn 20. desember síðastliðinn. Að þessu sinni útskrifuðust 59 nemendur; 46 stúdentar, 14 úr verknámi, sex úr starfsnámi og einn af framhaldsskólabraut starfsbraut.

Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Anton Halldórsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum, Ína Ösp Úlfarsdóttir fyrir félagsfræði, Kristín M. Ingibjargardóttir fyrir textílfræði, Helena Bergsveinsdóttir fyrir húsasmíði og Sigrún Birta Eckard fyrir árangur sinn í listasögu. Helgi Líndal Elíasson fyrir viðurkenningu fyrir góðan árangur fata- og textílgreinum og verðlaun frá Landsbankanum fyrir lokaverkefni í fata- og textílgreinum. Rakel Ýr Ottósdóttir fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í ensku og spænsku og verðlaun frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði. Katla Marín Þormarsdóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir spænsku, verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir árangur sinn í dönsku og frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í erlendum tungumálum. Elvar Jósefsson féll viðurkenningar fyrir góðan árangur í rafmagnsfræði og vélstjórnargreinum og hann fékk einnig verðlaun frá Isavia fyrir góðan árangur í verknámi og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í verknámi. Hafdís Hulda Garðarsdóttir fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í efnafræði, stærðfræði og líffræði, hún fékk verðlaun frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir árangur sinn í stærðfræði, viðurkenningu frá þýska sendiráðinu fyrir góðan árangur í þýsku, gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum og viðurkenningu frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum.

Mynd: FS