Nýjast á Local Suðurnes

Vilja flytja starfsemi Ísaga í Voga – 28 manns starfa hjá fyrirtækinu

Viljayfirlýsing Ísaga ehf. þess efnis að starfsemi félagsins muni á næstu árum flytjast í Voga var lögð fram á bæjarráðsfundi í sveitarfélaginu á dögunum. Einnig voru drög að samkomulagi um lóðaúthlutun Heiðarholts 5 til fyrirtækisins, sem hyggst reisa súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðju á lóðinni, lögð fram á fundinum. Fyrirtækið hafði áður staðfest umsókn sína um lóð á iðnaðarsvæði í Vogum.

Ákveði fyrirtækið að flytja starfsemi sína í Voga að mestu leiti yrði um mikinn feng að ræða fyrir sveitarfélagið en Ísaga ehf sem var stofnað árið 1919 starfrækir súrefnis- og köfnunarefnis verksmiðju, áfyllingastöð, skrifstofur og verslun í Reykjavík. Þess utan er ÍSAGA ehf með 7 afgreiðslustaði víðsvegar um landið. Hjá fyrirtækinu starfa um 28 manns.