Nýjast á Local Suðurnes

Sunneva og Eydís hefja keppni á Evrópuleikunum í sundi

Sunneva og Eydís á góðri stund í ferðalagi á vegum ÍRB

Sundkonurnar Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Friðriksdóttir eru staddar í Baku þar sem þær keppa á fyrstu Evrópuleikunum í sundi.

Eydís keppir í 400 skriðsundi, 1500 skriðsundi og 200 fjór- og boðsundi en Sunneva í 100, 200, 400 og 800 m skriðsundi og boðsundi.

Með þeim í liðinu eru Harpa (SH), Bragi Snær (Tromsö) og Bryndís (Óðinn) ásamt landsliðsþjálfaranum og sjúkraþjálfara.

Stelpurnar voru báðar í boðsundsveit sem setti nýtt Íslandsmet í stúlknaflokki.

Úrslit og útsendingu frá mótinu er hægt að skoða hér.

Mynd: Keflavik.is