Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar einir á toppnum í Dominos-deildinni

Earl Brown Jr. var rekinn frá Keflavík þrátt fyrir að hann hafi skorað 25 stig að meðaltali í leik og tekið 12 fráköst

Kefla­vík sigraði nýliða Hatt­ar ör­ugg­lega, 99:69, í 4. um­ferð Dom­in­os-deild­ar karla í körfuknatt­leik í gærkvöldi. Kefl­vík­ing­ar hafa þar með unnið alla leiki sína í deildinni til þessa og eru einir á toppnum með 8 stig.

Keflvíkingar voru með und­ir­tök­in all­an tím­ann. Staðan að lokn­um fyrsta leik­hluta var 15:14 fyr­ir Kefla­vík. Þeir stungu gest­ina af í öðrum leik­hluta og var staðan í hálfleik 54:31.

Gest­irn­ir minnkuðu mun­inn ör­lítið í þriðja leik­hluta en heima­menn sigruðu með 30 stiga mun, 99:69.

Stiga­hæst­ur í liði Kefla­vík­ur var Val­ur Orri Vals­son með 18 stig og Magnús Már Trausta­son með 16 stig.