Nýjast á Local Suðurnes

Björgvin nýr þjálfari Þróttar Vogum

Björgvin Vilhjálmsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Þróttar Vogum í knattspyrnu. Þróttarar leika sitt fyrsta tímabil í þriðju deildinni í knattspyrnu og eru í 7. sæti deildarinnar um þessar mundir..

Björgvin ólst upp í KR og spilaði þar upp alla yngri flokka. Í meistaraflokki spilaði Björgvin fyrir KR, ÍR, Fylki og Víking hér á landi ásamt því að spila fyrir HIK í Danmörku árið 2003. Auk þess spilaði Björgvin nokkra U16 og U18 leiki á sínum yngri árum.

Björgvin er 37 ára gamall og menntaður viðskiptafræðingur, hann starfar sem vöru- og innkaupastjóri hjá Lagardére í dag.

Björgvin tók við sem þjálfari liðsins á sunnudaginn og fyrsti leikur Björgvins með liðið verður á föstudagskvöld þegar nágrannarnir í Reyni Sangerði mæta á Vogabæjarvöll.