Nýjast á Local Suðurnes

Vonbrigði með staðsetningar á bekkjum

Sjálfbærniráð Reykjanesbæjar lýsir yfir vonbrigðum varðandi samskiptaleysi er varðar ákvarðanir ráðsins og fjármagn og þá aðallega ákvarðanir um staðsetningu bekkja sem ráðið nýtti fjármuni sína í.

Í fundargerð ráðsins kemur fram að á árinu 2024 hafi sjálfbærniráð fjárfest í sex bekkjum, fimm flokkunarruslatunnum og undirstöðuefni fyrir sex grenndarstöðvar. Sjálfbærniráð ræddi staðsetningar og ákvað staðsetningar á flokkunartunnum sem pantaðar voru. Bekkirnir hafa þegar verið settir við strandlengju bæjarins þó að upphaflega hafi sjálfbærniráð ákveðið aðrar staðsetningar og lýsir ráðið yfir vonbrigðum með þær ákvarðanir.