Nýjast á Local Suðurnes

Virkni féll niður og gosinu lokið

Níunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni er lokið, en gosórói og virkni í gígnum féllu niður um helgina og í dag, 5. ágúst, er gosið formlega talið yfirstaðið, segir í tilkynningu frá Beðurstofu

Þrátt fyrir goslok eru hættur enn til staðar:

– Lífshættulegt er að ganga á nýstorknuðu hrauni
– Hætta er við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram. Einnig getur hraunjaðarinn hrunið fram.
– Gasmengun getur enn farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina.

Landris hefur hafist á ný og kvikustreymi heldur áfram undir Svartsengi, segir jafnframt í tilkynningu.

Nýtt hættumatskort sem sjá má hér að neðan gildir næstu vikuna.