Nýjast á Local Suðurnes

Vilja setja upp uppblásin kúluhús við Rockville

Útvör ehf., sem rekur hvalaskoðun í Reykjanebæ hefur óskað eftir stöðuleyfi hjá húsnæðis-, skipulags og byggingarráði Sandgerðisbæjar til 10 ára fyrir uppblásin kúluhús á Rockville-svæðinu. Sótt er um leyfið fyrir ferðaþjónustutengda starfssemi.

Ráðið tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og telur erindið ekki samræmast þeim hugmyndum sem höfð voru að leiðarljósi við nýtingu svæðisins í tillögu að deiliskipulagi sem unnið var fyrir svæðið á árinu 2008. Þó svæðið yrði heimilað til þeirra nota tímabundið sem umsækjandi óskar eftir er aðeins heimilt að veita stöðuleyfi til 1. árs í senn og því aldrei hægt að verða við stöðuleyfi til 10 ára eins og óskað er eftir.

Þá er tekið fram í bókun ráðsins að Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, Kadeco, sé með leigusamning við landeigendur um umrætt land og því verði landinu ekki ráðstafað án samráðs við þá.

Ráðið vísaði þó erindi fyrirtækisins áfram til bæjarráðs/bæjarstjórnar til umsagnar.