Nýjast á Local Suðurnes

Vilja reisa vindmyllugarða við Voga

Quadran Iceland Development hefur óskað eftir samstarfi við Sveitarfélagið Voga um uppsetningu vindmyllugarða í lögsögu sveitarfélagsins. Fyrirtækið hefur áður óskað eftir samstarfi við önnur sveitarfélög, meðal annars Dalabyggð, en þar óskaði fyrirtækið eftir 3.200 hektara svæði undir 27 vindmyllur.
Bæjarráð Voga tók málið fyrir á síðasta fundi og þakkaði fyrirtækinu fyrir erindið og þann áhuga sem það hefur á samstarfi við sveitarfélagið. Bæjarráð bendir hins vegar á að á yfirstandandi kjörtímabili stendur yfir endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og því er að svo stöddu ekki raunhæft að taka afstöðu til erindisins.