Nýjast á Local Suðurnes

Vígja nýjan björgunarbát

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Landsbjörg

Björgunarsveitin Suðurnes hefur fengið afhentan nýjan björgunarbát og af því tilefni er fólki boðið í vígsluhóf við Keflavíkurhöfn, fimmtudaginn 29. maí kl. 13:00.

Á dagskrá er létt ræða, báturinn verður blessaður og að því loknu gefst gestum kostur á að skoða nýja bátinn sem og önnur tæki.

Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði verður einnig á staðnum og hægt verður að skoða hann.