Umbót verður aðal í stað Beinnar leiðar

Bæjarfulltrúi Umbótar, Margrét Þórarinsdóttir, hefur verið kosin sem aðalmaður í bæjarráð Reykjanesbæjar. Margrét hefur hingað til verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Fulltrúi Beinnar leiðar dettur úr ráðinu við þessa breytingu.
Aðalmenn í bæjarráði verða Bjarni Páll Tryggvason (B), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Margrét Þórarinsdóttir (U), og Margrét Ólöf A. Sanders (D). Þau voru þau sjálfkjörin eftir að tillagan var borin upp.