Úlfar hættir sem lögreglustjóri – Margrét tekur við

Úlfars Lúðvíksson mun láta af störfum sem lögreglustjóri á Suðurnesjum á miðnætti. Úlfar tók þá ákvörðun eftir fund með dómsmálaráðherra, þar sem honum var tilkynnt að staðan yrði auglýst laus til umsóknar að skipunartíma liðnum, í nóvember næstkomandi.
Margrét Kristín Pálsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið sett tímabundið sem lögreglustjóri á Suðurnesjum í hans stað.