Tuttugu milljónum minna í fjárhagsaðstoð

Í ágúst 2025 fengu 117 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ.
Alls voru greiddar 13.879.081 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali um 118.625 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 33, samkvæmt fundargerð velferðarráðs sveitarfélagsins.
Þá kemur fram að í ágúst 2024 hafi 199 einstaklingar fengið greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ. Alls voru greiddar 32.181.193 kr. í fjárhagsaðstoð til framfærslu eða að meðaltali 161.715 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð var 69.