Nýjast á Local Suðurnes

Taka rafmagnið af Grindavík

Vegna tengingar stofnstrengs frá Svartsengi við dreifikerfi Grindavíkur verður rafmagnslaust í bænum laugardaginn 28. júní frá kukkan. 23:00.

Unnið hefur verið að lagningu strengsins til að auka afhendingaröryggi og mæta vaxandi raforkuþörf í Grindavík. Gert er ráð fyrir að aðgerðin taki um 30 mínútur, en rafmagnsleysið gæti staðið yfir í allt að tvær klukkustundir, segir í tilkynningu frá HS Veitum.