Nýjast á Local Suðurnes

Sviptur ökuleyfi og fær 130.000 króna sekt fyrir hraðakstur

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 143 km. hraða á Garðvegi þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.

Hraðaksturinn kostar hann 130.000 króna fjársekt, sviptingu ökuleyfis í einn mánuð og þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá.