Stefan skaut Keflavík í úrslitaleikinn

Keflvíkingar munu leika til úrslita um sæti í Bestu-deildinni í knattspyrnu eftir 0-3 sigur á Njarðvíkingum á heimavelli þeirra síðarnefndu í dag.
Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill þar sem bæði lið vörðust vel og gáfu fá færi á sér. Keflvíkingar komu mun ferskari til leiks í þeim síðari og Marin Mudrazija skoraði fyrsta mark leiksins eftir rétt um þrjár mínútur.
Keflvíkingar fengu svo óbeina aukaspyrnu í vítateig heimamanna á 62. mínútu, dómur sem Njarðvíkingar voru alls ekki sáttir við, og í kjölfarið skoraði Stefan Ljubicic glæsilegt mark af stuttu færi. Stefan var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma og innsiglaði sigur Keflvíkinga.
Keflvíkingar mæta HK á Laugardalsvelli um laust sæti í Bestu-deildinni.