Slökkvilið enn að störfum í Helguvík – Stórvirkar vinnuvélar til aðstoðar

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja berst enn við eld í timburhaug hjá Íslenska Gámafélaginu í Helguvík, en slökkviliðið hefur verið að störfum á svæðinu meira og minna í tvo sólarhringa, en upphaflegt útkall kom klukkan rétt rúmlega 8 á laugardagsmorgun.
Stórvirkar vinnuvélar hafa verið fluttar á svæðið til aðstoðar slökkviliðinu, en þær eru notaðar til að hreyfa við timbrinu og komast þannig að eldinum, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja.