Nýjast á Local Suðurnes

Skrýtið: Morgunblaðið pönkast í Reykjanesbæ

Morgunblaðið hefur undanfarna daga farið mikinn í umfjöllun um fjármál Reykjanesbæjar, en miðillinn hefur fjallað um lántökur sveitarfélagsins og drátt á greiðslum til verktaka sem þjónusta sveitarfélagið.

Athygli vekur að enginn annar fjölmiðill hefur tekið upp umfjöllun Morgunblaðsins sem segist hafa rætt fjölda verktaka sem lýs­a því að greiðslur frá sveit­ar­fé­lag­inu ber­ist oft mörg­um vik­um og jafn­vel mánuðum eft­ir um­sam­inn tíma og segjast íhuga brottflutning úr sveitarfélaginu.

Þá ræddi miðillinn við Margréti Sanders bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem virðist taka undir umfjöllun Morgunblaðsins, að mestu leyti og lýsir áhyggjum af stöðunni, sem þó komi henni á óvart.

Nýjasta nýtt í pönki Morgunblaðsins er svo umfjöllun Smartlands um bílakaup starfandi bæjarstjóra, sem festi á dögunum kaup á sex ára gömlum “útrásarvíkingajeppa” eins og það er orðað í greininni.

Mynd: Skjáskot mbl.is