Nýjast á Local Suðurnes

Sjálfbær og umhverfisvæn meðhöndlun garðaúrgangs í Helguvík

Nýr losunarstaður fyrir garðaúrgang í Reykjanesbæ verður opnaður tekinn í notkun þann 1. September næstkomandi og verður staðsettur á athafnasvæði Kölku, Berghólabraut 2, 230 Reykjanesbæ.

Móttakan verður rekin í samstarfi við Kölku sem mun annast umsjón svæðisins. Kalka sér jafnframt um endurvinnslu þess garðaúrgangs sem safnast saman.

Með tilkomu nýs losunarstaðar er lögð áhersla á að bæta þjónustu við íbúa og styðja við sjálfbæra og umhverfisvæna meðhöndlun garðaúrgangs, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.