Nýjast á Local Suðurnes

Samþykkja deiliskipulagstillögu fyrir lágreista byggð fjölbýlishúsa

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimild til að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Spítalareit sem afmarkast af Flugvallarbraut, Grænásbraut og Breiðbraut á Ásbrú.

Á deiliskipulagssvæðinu er gert ráð fyrir lágreistri 2- 4 hæða byggð fjölbýlishúsa sem mynda svokallaða randbyggð með allt að 250 íbúðum. Skipulagssvæðið er hluti af tveimur hverfum samkvæmt rammaskipulagi. Það er hjarta Ásbrúar og Offiserahverfinu svokallaða. Það er því mikilvægt að reiturinn uppbyggður verði sterkur tengipunktur mismunandi hverfahluta, segir í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs.