ReykjanesbæjarHopp komið á sölu

Hlaupahjólaleigan HOPP Reykjanesbæ ehf. hefur verið auglýst til sölu. Um er að ræða hlutafélagið ásamt tækjum og viðskiptasamningi við HOPP.
Viðskiptasamningurinn er sérleyfi fyrir HOPP á Reykjanesinu og gildir til arsins 2028. Ársveltan árið 2023 var rétt rúmar 16 milljónir króna, samkvæmt auglýsingu, árið 2024 velti fyrirtækið tæpum 18 milljónum
Og fyrstu 8 mánuði þessa árs rétt rúmum 10 milljónum króna.
Fylgifé reksturs eru 100 rafskutlur með 40 rafhlöðum ásamt bifreið. Félagið er selt í heild sinni og kaupverð er fyrir allt hlutafé félagsins. Allt fasteignasala sér um söluna og má finna upplýsingar á vef fasteignasölunnar.