Nýjast á Local Suðurnes

Mikil loftmengun í Reykjanesbæ

Um þessar mundir fara loftgæði versnandi í Reykjanesbæ vegna mengunar frá eldgosinu við Fagradalsfjall.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt mælum Umhverfisstofnunar flokkast loftgæðin nú mjög slæm.

Einstaklingar með alvarlega hjarta- og/eða lungasjúkdóma ættu að forðast að vera úti þar sem hætta er á mikilli mengun. Forðast ætti að vinna erfiðisvinnu eða að stunda líkamsrækt utandyra þar sem loftmengun er mikil.

Í tilkynningunni segir jafnframt að ekki sé þörf á því að óttast ástandið.

Ágætt er að fylgjast með á www.loftgaedi.is og á vefsíðu Veðurstofu.