Loka fyrir heitt vatn á Suðurnesjum í kvöld

Ráðast þarf í viðgerð á Njarðvíkuræð, stofnlögn HS Orku sem flytur heitt vatn frá Svartsengi að Fitjum í Reykjanesbæ og mun viðgerð hefst síðdegis þriðjudaginn 9. desember og má gera ráð fyrir að verkið taki samtals um 10 klukkustundir.

Á meðan á viðgerð stendur mun ekkert heitt vatn berast frá Svartsengi. Viðskiptavinir HS Veitna á Suðurnesjum verða því án heits vatns í nokkrar klukkustundir.

Þetta á við um íbúa og fyrirtæki í:
Reykjanesbæ
Suðurnesjabæ
Við Keflavíkurflugvöll
Vogum

Gert er ráð fyrir að heitt vatn hætti að berast til viðskiptavina um klukkan 22:00, fari að streyma á ný upp úr klukkan 04:00 og að allir viðskiptavinir verði komnir með heitt vatn að fullu um klukkan 10:00 á miðvikudagsmorgni.

HS Veitur hvetja íbúa og fyrirtæki á svæðinu að gera ráðstafanir í samræmi við þetta og sýna þolinmæði á meðan vinna stendur yfir.

HS Orka og HS Veitur vinna að verkinu eins hratt og örugglega og hægt er og uppfæra stöðuna eftir þörfum.