Nýjast á Local Suðurnes

Lögreglan eflir eftirlit með hraðakstri í íbúðahverfum

Lögreglunni og Reykjanesbæ hafa borist kvartanir um ítrekaðan hraðakstur á Norðurvöllum í Reykjanesbæ en þar er 30 km/klst hámarkshraði. Íbúar eru orðnir langþreyttir á ástandinu og setti Reykjanesbær því upp umferðagreinir sem mælir hraða bifreiða.

hradakstur nordurvellir

 

Mælingar fóru fram þann 22. – 29. júlí sl. Niðurstöður mælinganna sýna að 4889 bifreiðar óku götuna á umræddu tímabili, 2850 ökumenn óku á 41-60 km/klst hraða, 202 ökumenn óku á 61-90 km/klst og 1 ökumaður ók á 91-100 km/klst. Meðalhraðinn reyndist 42 km/klst.

Lögreglan mun fara í átak, eftirlit með hraðakstri á Norðurvöllum, vikuna 10. til 17. ágúst.