Kjartan Már mættur og tímabundnar breytingar falla úr gildi

Tímabundnar breytingar embætta í bæjarstjórn og bæjarráði sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi þann 6. maí 2025 falla úr gildi þar sem Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri hefur snúið til starfa frá og með 1. september 2025 að loknu veikindaleyfi.
Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir sem hefur verið starfandi bæjarstjóri tekur við embætti formanns bæjarráðs og Guðný Birna Guðmundsdóttir við embætti varaformanns bæjarráðs.
Guðný Birna Guðmundsdóttir tekur við embætti forseta bæjarstjórnar, Bjarni Páll Tryggvason við embætti 1. varaforseta bæjarstjórnar og Guðbergur Reynisson við embætti 2. varaforseta.