Keflavík í Bestu-deildina

Keflavík lagði HK í úrslitaleik um sæti í Bestu-deildinni í knattspyrnu á Laugardalsvelli, 4-0.

Yfirburðir Keflvíkinga voru miklir í leiknum og var staðan 3-0 í hálfleik. Stefan Ljubicic, Eiður Orri Ragnarsson, Frans Elvarsson og Kári Sigfússon skoruðu mörk Keflavíkur í leiknum.