Karlmaður lést í Bláa lóninu

Erlendur karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hann missti meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir að lóninu um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi.
Frá þessu er greint á Vísi.is og vísað í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þá segir að lögregla rannsaki málið




















