Háaleitisskóli hlýtur Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Háaleitisskóli í Reykjanesbæ hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Íslensku menntaverðlaunanna 2025 fyrir að hafa tekist að skapa einstakan fjölmenningarskóla sem getur orðið öðrum fyrirmynd.

Í Háaleitisskóla eru um 370 nemendur og sjö af hverjum tíu þeirra eru af erlendum uppruna. Í skólanum eru töluð um 30 tungumál og hefur tekist að byggja upp einstaklega jákvæða skólamenningu þar sem fjölmenning er skilgreind sem styrkur.