Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundi gekk best í Suðurkjördæmi

Kosningar til embættis forseta Íslands fóru fram í gær og voru tveir í framboði, Guðni Jóhannesson, sem bauð sig fram til endurkjörs og Guðmundur Franklín Jónsson. Guðni hlaut yfirburða kosningu með 92,2% atkvæða.

Guðmundur Franklín nældi í 7,8% atkvæða þegar litið er til landsins alls, en hann átti bestu gengi að fagna í Suðurkjördæmi hvar hann hlaut 2.276 eða 9,7% atkvæða. Í öðrum kjördæmum rokkaði fylgi frambjóðandans á milli 7 og 8%. Sveitarfélögin á Suðurnesjum tilheyra Suðurkjördæmi, en kosningaþátttaka var 64,6%.