Nýjast á Local Suðurnes

Fulltrúar bæjarstjórnar mæta í hverfin

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Fulltrúar bæjarstjórnar Reykjanesbæjar bjóða íbúum í opið samtal um málefni hverfa bæjarins. Hvað gengur vel? Hvað má betur fara? Hvað vilt þú sjá í hverfinu þínu í náinni framtíð?

Fulltrúarnir vilja heyra raddir íbúa, skiptast á skoðunum og ræða hugmyndir að jákvæðum breytingum. Öll eru hjartanlega velkomin, segir í tilkynningu.

Fundirnir fara fram á eftirfarandi stöðum og hefjast klukkan 17:30

14. maí – Holtaskóli
15. maí – Stapaskóli
21. maí – Myllubakkaskóli
22. maí – Háaleitisskóli
26. maí – Akurskóli
27. maí – Heiðarskóli
4. júní – Njarðvíkurskóli