Nýjast á Local Suðurnes

Frítt í sund og vöfflusala í Vatnaveröld

Mottumars er árlegt átak Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini hjá körlum. Af þessu tilefni vill Lýðheilsuráð bjóða íbúum Reykjanesbæjar á skemmtilegan viðburð í Vatnaveröld og frítt í sund fimmtudaginn 30. mars frá kl. 16:00 til 18:00

Allir fá frítt í sund. Kjörnir fulltrúar lýðheilsuráðs hræra í vöfflur. Sala á vöfflunum er til styrktar Mottumars. Ráðgjafi frá Krabbameinsfélagsins verður á staðnum með fróðleik og leiðbeiningar fyrir bæjarbúa.. Klukkan 17.30 mun Valdimar Guðmundsson ásamt meðspilara spila nokkur lög fyrir gesti.

Ungur Reykjanesbæingur mun koma og segja frá reynslu sinni af því að greinast með krabbamein, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Reykjanesbæjar.