Forsætisráðherra spjallar í Sandgerði

Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, mun mæta í kvöldspjall um daglega lífið í Sandgerði fimmtudaginn 16. október næstkomandi klukkan 19:30. Spjallað verður í Sjávarsetrinu.


„Daglega lífið“ er fyrsta forgangsmál í nýju málefnastarfi Samfylkingar, segir í tilkynningu. En þar kemur einnig fram að nýtt útspil flokksins verði kynnt í mars eftir vinnu stýrihóps um daglega lífið með flokksfólki og almenningi um land allt. „Einföldun regluverks“ verður næsta forgangsmál og „Öryggi borgaranna“ þar á eftir.