Fögnuðu sjöunda orkuverinu og nýrri ásýnd

Fjölmargir gestir mættu í Svartsengi þann 1. desember síðastliðinn þegar HS Orka tók formlega í notkun sjöunda orkuverið í Svartsengi.

Af þessu tilefni var einnig frumsýnd heimildarmyndin “Í takti við náttúruna”, eftir Baldvin Vernharðsson, en myndin varpar ljósi á þær aðstæður sem HS Orka hefur starfað við síðustu tvö ár í nábýli við náttúruöflin á Reykjanesi.

Þá var dagurinn nýttur til að kynna nýtt merki og nýja ásýnd HS Orku, en vinna við endurmörkun fyrirtækisins hefur staðið yfir um hríð.

Myndir HS Orka / Arnar Valdimarsson